Sótt hefur verið um leyfi til Matvælastofnunar fyrir tilraunaræktun á skelfiski í Skerjafirði.
Áhersla yrði lögð á bláskel eða krækling og hún ræktuð í búrum og er sótt um leyfi til tveggja ára, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
„Spurningarnar sem við þurfum að fá svör við eru hvort þetta sé yfirleitt framkvæmanlegt og hvort svæðið sé nógu hreint til þessa eldis,“ segir Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Arctic Seafood, sem stendur að umsókninni.