Gijsen lét eyðileggja bréf

Jóhannes Gijsen.
Jóhannes Gijsen. mbl.is/Sverrir

Jó­hann­es Gij­sen, fyrr­ver­andi bisk­up kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi, lét eyðileggja bréf sem for­veri hans hafði beðið um að yrði varðveitt. Bréfið varðaði séra Georg sem var skóla­stjóri Landa­kots­skóla.

Rann­sókn­ar­nefnd kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi skilaði ít­ar­legri skýrslu í nóv­em­ber 2012. Niðurstaða nefnd­ar­inn­ar var að kaþólska kirkj­an hafi reynt að þagga niður upp­lýs­ing­ar um and­legt of­beldi í Landa­kots­skóla. Fjór­ir af 85 viðmæl­end­um rann­sókn­ar­nefnd­ar kaþólsku kirkj­unn­ar sögðu frá kyn­ferðis­brot­um gegn sér af hálfu séra Geor­ge og/​eða Mar­grét­ar Muller kenn­ara við skól­ann.

Í yf­ir­lýs­ingu sem nefnd inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar í Roermond í Hollandi hef­ur sent frá sér seg­ir að Gij­sen hafi brotið gegn tveim­ur ung­um drengj­um á ár­un­um 1958 til 1961.

Létu ekki fara fram rann­sókn þrátt fyr­ir kvört­un

„Rann­sókn­ar­nefnd­in tel­ur að bisk­up­inn frá 1996-2007 [Gij­sen] hafi í einu til­viki gert mis­tök með því að eyðileggja bréf sem for­veri hans hafði falið kansl­ara að varðveita í bisk­up­sembætt­inu,“ seg­ir í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að maður hefði á sín­um tíma komið til Jol­sons, sem var bisk­up á und­an Gij­sen, og átt með hon­um fund. Séra Jakob Roland sagði fyr­ir nefnd­inni að maður­inn hefði „haft ein­hverja slæma reynslu með séra Georg í skól­an­um“. Hann hefði viljað koma þess­um upp­lýs­ing­um á fram­færi til að tryggja að sams­kon­ar myndi ekki ger­ast aft­ur. Hann hefði af­hent bisk­upi um­slag sem hefði verið geymt í skjala­safni bisk­up­sembætt­is­ins. Séra Jakob sagðist hafa af­hent Gij­sen um­slagið eft­ir að hann tók við bisk­up­sembætt­inu. Þegar Gij­sen var bú­inn að kynna sér efni þess hefði hann eyðilagt bréfið.

Nefnd­in seg­ir einnig Gij­sen í þrem­ur til­vik­um hafa van­rækt skyldu sína að skrá ásök­un og upp­lýs­ing­ar um of­beldi. Í einu þess­ara til­vika hafi Gij­sen að auki van­rækt skyldu sína að tryggja að fram færi sjálf­stæð rann­sókn á ásök­un­um og að gripið yrði til réttra viðbragða og í öðru til­viki þá skyldu að meta hvort þörf væri á sér­stakri rann­sókn og að taka ákvörðun um önn­ur viðbrögð.

Gij­sen var í sept­em­ber 2010 kærður fyr­ir kyn­ferðis­brot í skóla í Rolduc á ár­un­um 1959-1961.

Jó­hann­es Gij­sen lést 24. júní á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert