Alþingi er farið í páskafrí og verður ekki þingfundur á ný fyrr en eftir rúmar tvær vikur, mánudaginn 28. apríl.
Þetta staðfesti Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Skýrsla rannsóknarnefndar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna var eina málið sem rætt var í þinginu í gær. Þingfundur hófst um hádegisbil og lauk síðdegis. Þá voru fundir haldnir í tveimur þingnefndum fyrir hádegi.