Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á umferðarlögum sem felur í sér að rafknúnum hjólum verður skipt í tvo flokka. Þau hjól sem aðeins ganga fyrir rafafli og ná ekki meira en 25 km/klst verða skráningarskyld og ökumenn þeirra munu þurfa skellinöðrupróf. Önnur rafknúin hjól sem sem falla ekki undir þennan flokk verða áfram skilgreind sem reiðhjól.
Markmið laganna er að tryggja öryggi vegfarenda með tilliti til notkunar rafmagnshjóla. Til þess að fá að aka rafmagnshjólum munu ökumenn þurfa að vera með ábyrgðartryggingu og hafa skellinöðrupróf. Heimilt verður að aka þeim á gangstígum og gangbrautum en jafnframt í almennri umferð þar sem hámarkshraði er allt að 50 km/klst.
Hin rafknúnu hjólin, sem ekki munu falla í þennan flokk, verða áfram vera skilgreind sem reiðhjól. Það sem einkennir þau hjól er að um eiginlegt fótstigið sveifarknúið reiðhjól er að ræða en á því er rafknúinn hjálparmótor en afköst mótorsins minnka smám saman og stöðvast alveg þegar hjólið hefur náð hraða frá 6km/klst til 25. Þá slær mótorinn út en hægt verður samt sem áður að hjóla hraðar líkt og á hefðbundnu reiðhjóli. Á þessum hjólum mun verða heimilt að vera úti í almennri umferð og jafnframt á gangstígum og gangbrautum líkt og gildir um reiðhjól.
Sjá frétt: Rafmagnsvespu ekið á barn