Bjart en kalt á páskadag

Margir vonast eftir því að geta farið á skíði um …
Margir vonast eftir því að geta farið á skíði um páskana. mbl.is/Golli

Búist er við stormi, meira en 20 m/s, á miðhálendinu í nótt og á morgun. Útlit er fyrir hæga vinda og bjart og kalt veður á landinu á páskadag. 

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn: 

Suðvestan 5-10 m/s og stöku skúrir eða slyddél V-lands, en annars hægviðri og bjart með köflum. Gengur í suðaustan 10-15 með rigningu eftir hádegi, en hægara og úrkomulítið NA-til.

Snýst í suðvestan 13-20 með skúrum eða éljum V-til seint í kvöld og nótt, en styttir upp fyrir austan. Hægari suðvestanátt og rigning S-til á morgun, en annars dálitlar skúrir eða slydduél. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast NA-lands, en svalara V-til í nótt.

Á þriðjudag:
Sunnan 8-13 m/s og rigning S-lands, en síðan vestlægari og skúrir eða él. Þurrt að kalla NA-lands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast NA-til. Kólnar seinni partinn. 

Á miðvikudag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s, en N-lægari fyrir norðan. Víða él, en bjartviðri A-lands. Frostlaust S- og V-lands, en annars vægt frost. 

Á fimmtudag (skírdagur):
Gengur í hvassa suðaustan- og sunnanátt með talsverðri rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins. Heldur hægara og úrkomuminna NA-lands. Hlýnar í veðri. 

Á föstudag (föstudagurinn langi):
Suðvestanhvassviðri eða -stormur með skúrum eða éljum, en hægara og bjartviðri NA-til. Dregur úr vindi og éljum með kvöldinu. Hiti víða 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins. 

Á laugardag:
Suðvestanátt og skúrir eða él, en bjartviðri A-til. Fremur svalt í veðri. 

Á sunnudag (páskadagur):
Útlit fyrir hæga vinda og bjart, en kalt veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert