Dráttur gæti orðið á lækkun gjaldanna

Frumvarpinu um lækkanir ýmissa gjalda var dreift á Alþingi 13. …
Frumvarpinu um lækkanir ýmissa gjalda var dreift á Alþingi 13. febrúar og tekið til 1. umræðu 18. mars. Það er enn til meðferðar í þingnefnd. mbl.is/Árni Sæberg

Forystumenn samtaka launþega á almenna vinnumarkaðinum gagnrýna harðlega þá seinkun sem hefur orðið á afgreiðslu frumvarps fjármálaráðherra um gjaldskrárlækkanir.

Það felur í sér lækkun á bensíngjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gjaldi af áfengi og tóbaki, kolefnisgjaldi og raforkuskatti um eitt prósentustig frá því sem ákveðið var í fjárlögum.

Það þýðir að í stað 3% hækkunar frá áramótum sem ákveðin var á fjárlögum vegna verðlagshækkana eiga þessi gjöld að hækka um 2% þegar lögin öðlast gildi. Lækkunin var ákveðin til að liðka fyrir gerð kjarasamninga í byrjun ársins og stuðla að stöðugra verðlagi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert