Herjólfur aftur á byrjunarreit

Herjólfur siglir þótt kjaradeilan sé í hnút.
Herjólfur siglir þótt kjaradeilan sé í hnút. mbl.is/Ómar

„Það var bara rúllað yfir stöðuna og svo búið,“ seg­ir Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, um fyrsta fund­inn sem hald­inn var Herjólfs­deil­unni eft­ir að Alþingi samþykkti lög á verk­fallsaðgerðir und­ir­manna á Herjólfi.

Rík­is­sátta­semj­ari boðaði fund­inn í dag með full­trú­um samn­inga­nefnda Sjó­manna­fé­lags­ins, fyr­ir hönd starfs­manna Herjólfs, og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, fyr­ir hönd Eim­skip. 

Kjara­deil­unni var vísað til rík­is­sátta­semj­ara í lok janú­ar. Þegar hvorki hafði gengið né rekið í lok fe­brú­ar voru verk­fallsaðgerðir boðaðar frá og með 5. mars. Þegar þeim hafði verið beitt í 3 vik­ur samþykkti Alþingi lög sem kveða á um að frek­ari verk­fallsaðgerðum á Herjólfi verði frestað fram í sept­em­ber.

Að sögn Jónas­ar rík­ir al­gjör patt­astaða í mál­inu. „Það má segja að þetta sé komið aft­ur á byrj­un­ar­reit.“ Næsti samn­inga­fund­ur var ekki ákveðinn í dag, en Jón­as seg­ist bú­ast við að rík­is­sátta­semj­ari muni boða til funda með hálfs­mánaðrfresti eða svo.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert