Mótmæli við fjármálaráðuneytið

Frá mótmælunum í hádeginu.
Frá mótmælunum í hádeginu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hátt í 100 stúd­ent­ar taka nú þátt í mót­mæl­um við fjár­málaráðuneytið en mót­mæl­in voru boðuð af Stúd­entaráði Há­skóla Íslands. Nem­end­urn­ir krefjast þess að samið verði í kjara­deilu Fé­lags há­skóla­kenn­ara við ríkið en boðað hef­ur verið til verk­falls á lög­bundn­um prófa­tíma, dag­ana 25. apríl til 10. maí nk, hafi samn­ing­ar ekki náðst fyr­ir þann tíma. 

„Kæru stúd­ent­ar, við stönd­um frammi fyr­ir verk­falli á prófa­tíma. Óþarfi er að telja til hve hræðileg­ar af­leiðing­ar slíkt verk­fall myndi hafa á bæði stúd­enta og sam­fé­lagið allt.  Við krefj­umst þess að það verði samið. Of lengi hef­ur Há­skóli Íslands verið fjár­svelt­ur og of lengi hafa stúd­ent­ar búið við óvissu um hvort þeir geti þreytt próf á rétt­um tíma,“ seg­ir á face­book-síðu SHÍ.

Frá mótmælunum í hádeginu.
Frá mót­mæl­un­um í há­deg­inu. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Frá mótmælunum í hádeginu. María Rut Kristinsdóttir, formaður SHÍ (fyrir …
Frá mót­mæl­un­um í há­deg­inu. María Rut Krist­ins­dótt­ir, formaður SHÍ (fyr­ir miðju) og Vig­fús Rún­ars­son, vara­formaður SHÍ (til hægri.) mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert