Fara yfir rekstur öldrunarþjónustu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höf­um óskað eft­ir fundi með Rík­is­end­ur­skoðun til þess að fara yfir stöðu sjálf­seigna­stofn­ana sem eru að veita þjón­ustu í þágu aldraðra með ein­hverj­um hætti,“ seg­ir Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, í sam­tali við mbl.is spurð hvort stjórn­völd ætli að beita sér með ein­hverj­um hætti vegna þeirr­ar stöðu sem upp er kom­in hjá öldrun­ar­miðstöðinni Höfn í Hafnar­f­irði.

Eins og mbl.is og Morg­un­blaðið hafa fjallað um í vik­unni eru íbú­ar Hafn­ar harmi slegn­ir eft­ir að á dag­inn kom að þeir þurfi að reiða fram á bil­inu eina og hálfa til fjór­ar millj­ón­ir króna á næstu vik­um til að geta búið áfram í hús­un­um vegna rekstr­ar­erfiðleika Bygg­ing­ar­sjóðs Hafn­ar sem rekið hef­ur þau. Íbúar hús­anna höfðu áður keypt sér íbúðarrétt í hús­un­um en það fyr­ir­komu­lag geng­ur ekki leng­ur að mati sjóðsins.

Eygló bend­ir á að mál­efni slíkra sjálf­seigna­stofn­ana heyri und­ir þrjú ráðuneyti, vel­ferðarráðuneytið, heil­brigðisráðuneytið og inn­an­rík­is­ráðuneytið. Vel­ferðarráðuneytið sjái um að veita rekstr­ar- og fram­kvæmda­leyfi fyr­ir þjón­ustu­stofn­an­ir fyr­ir aldraða en lög um sjálf­seigna­stofn­an­ir heyra hins veg­ar und­ir inn­an­rík­is­ráðuneytið. Sam­kvæmt lög­un­um eiga slík­ar stofn­an­ir að skila árs­reikn­ing­um til Rík­is­end­ur­skoðunar ár­lega.

Stjórn­ar­menn geri sér grein fyr­ir ábyrgð sinni

„Við telj­um ein­fald­lega mjög brýnt að fara yfir þessi mál og síðan í fram­hald­inu að farið verði yfir lagaum­hverfið og reglu­gerðaum­hverfið. En það er að sjálf­sögðu ekki eitt­hvað sem ég tek ein ákvörðun um enda koma þrír ráðherr­ar að þessu,“ seg­ir hún og bend­ir á að nokk­ur hundruð slík­ar stofn­an­ir starfi hér á landi. Vís­ar hún til þess að nokk­ur slík mál hafi komið upp und­an­far­in miss­eri. Þar á meðal Höfn og Eir þar á und­an.

„Ég held að það sé líka mjög mik­il­vægt að stjórn­ar­menn í stofn­un­um sem þess­um geri sér grein fyr­ir sinni ábyrgð og sú ábyrgð snýr nátt­úru­lega að því að tryggja að stofn­an­irn­ar séu ekki rekn­ar með tapi. Það er eng­inn að fara fram á að þær séu rekn­ar með hagnaði. Ef svo er þá er mjög mik­il­vægt að íbú­arn­ir séu upp­lýst­ir um fjár­hags­legu stöðuna svo þeir geti þá brugðist við,“ seg­ir ráðherr­ann.

Þá telji hún einnig mjög mik­il­vægt að þegar fólk tek­ur ákvörðun um að kaupa sig inn í ákveðið bú­setu­form geri það sér grein fyr­ir rétt­ar­stöðu sinni varðandi þá ákvörðun. Miðað við frétt­ir bæði af Eir og Höfn virðist sem fólk hafi ekki nægj­an­lega gert sér grein fyr­ir því hver rétt­arstaða þess væri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert