Forsendur kjarasamninga brostnar

Kennarasamningarnir voru gerðir 4. apríl. ASÍ telur þá í litlu …
Kennarasamningarnir voru gerðir 4. apríl. ASÍ telur þá í litlu samræmi við samningana við SA. mbl.is/Ómar

Að mati forystumanna innan Alþýðusambands Íslands eru forsendur kjarasamninganna sem gerðir voru til eins árs í desember og febrúar sl. brostnar, skv. heimildum Morgunblaðsins.

Ástæðan er sú að í nýgerðum samningum ríkisins við framhaldsskólakennara og sveitarfélaganna við BHM-félög var samið um mun meiri launahækkanir en gengið var út frá í samningunum á almenna vinnumarkaðnum að mati ASÍ. Mikil óvissa sé því komin upp um viðræður um endurnýjun þeirra á næstu mánuðum.

Mat sem lagt hefur verið á kjarasamninga framhaldsskólakennara á vettvangi ASÍ leiðir í ljós að þeir fela í sér 15,99% launahækkun á tólf mánaða tímabili. Sú hækkun kemur öll til áður en ákveðið verður hvort breyta eigi vinnufyrirkomulagi kennara. Hér sé því um hreina launabreytingu að ræða, að því er fram kemur í fréttaskýringu um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert