Löng biðröð eftir víni

Biðröðin við Heiðrúnu nær út á bílaplan og er hleypt …
Biðröðin við Heiðrúnu nær út á bílaplan og er hleypt inn í hollum. mbl.is/Árni Sæberg

Hleypt er inn í holl­um í vín­búðina Heiðrúnu enda brjálað að gera og myndaðist biðröð sem náði langt út á bíla­plan fyr­ir kl. 17. Vín­búðir verða lokaðar fram á laug­ar­dag og því ekki seinna vænna að birgja sig upp fyr­ir frí­dag­ana sem eru framund­an.

Föstu­dag­sopn­un er í vín­búðum í dag vegna kom­andi helgi­daga, sem þýðir að al­menn opn­un er til kl. 19 en í þrem­ur versl­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu er þó opið til 20, þ.e. við Dal­veg, í Skeif­unni og Skútu­vogi.

Reglu­lega kem­ur fyr­ir að hleypa þurfi inn í holl­um við vín­búðir síðustu klukku­stund­irn­ar fyr­ir lok­un þegar framund­an eru helgi­dag­ar og löng helgi.

Lokað verður á skír­dag og föstu­dag­inn langa, páska­dag og ann­an í pásk­um, en á laug­ar­dag­inn verða vín­búðir víðast hvar opn­ar milli kl. 11-18.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert