Hætta er á offjárfestingu í hótelum, ekki síst hótelum í ódýrari kantinum þar sem hagnaður af hverjum gesti er lítill.
Sveinn Agnarsson, dósent við Háskóla Íslands, lýsir yfir áhyggjum af þessu í samtali við Morgunblaðið í dag og bendir á að ekki sé sjálfgefið að ævintýralegur vöxtur síðustu ára haldi áfram á næstu árum.
Þrátt fyrir fjölgun starfa í ferðaþjónustu að undanförnu spáir Bjarni G. Einarsson, sérfræðingur hjá Seðlabankanum, því að svonefnt jafnvægisatvinnuleysi verði áfram sögulega hátt á næstu misserum. Fram kom í samantekt Morgunblaðsins í lok mars að áformað væri að reisa hótel fyrir 35.000 milljónir á höfuðborgarsvæðinu.