„Troðfull kista af tækifærum“

Þóra Arnórsdóttir
Þóra Arnórsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það voru um 4 þúsund sem sóttu um þannig að ég er himinlifandi yfir að hafa komist í genum niðurskurðinn,“ segir Þóra Arnórsdóttir fréttakona en hún er á leiðinni í bandaríska háskólann Yale. Þar mun hún taka þátt í námskeiði sem nefnist „Yale World Fellows.“

Kjarninn sagði fyrstur frétt um málið í dag.

Námskeiðið stendur yfir í 17 vikur og mun Þóra halda utan þann 10. ágúst. Í námskeiðið voru valdir 16 einstaklingar frá mörgum löndum. Inni á heimasíðu skólans var hnappur þar sem hægt var að senda inn ábendingu um einstakling sem þér fannst að eigi heima í námskeiðinu. Þóra telur að einhver hafi bent á sig, því einn daginn fékk hún tölvupóst frá háskólanum þar sem hún var hvött til þess að sækja um. Með Þóru á námskeiðinu verða m.a. friðaraðgerðarsinni frá Sýrlandi og verðlaunaleikkona frá Indlandi. Þóra frétti að hún hafi komist inn fyrir nokkrum vikum en hún hefur ekki mátt segja frá því fyrr en skólinn var búinn að tilkynna það opinberlega. 

Styrkir tengslanetið og gefur þér tækifæri

Þóra er gríðarlega spennt fyrir tækifærinu. „Þetta námskeið kallast mid-carrier. Þetta er ekki nám heldur námskeið þar sem skólinn velur 16 einstaklinga sem hann telur að geti unnið vel saman og vonar að geti gert eitthvað af viti seinna meir. Bæði eru þeir að styrkja tengslanetið þitt, þú mátt taka hvaða námskeið sem er í Yale sem eru meira en 3000 og svo eru sérstök námskeið fyrir okkur. Það er mikið af félagslegum viðburðum og þú færð í rauninni tækifæri að vinna að þeim verkefnum. Ég lít svo á að þetta sé bara troðfull kista af tækifærum svo verður maður bara að velja réttu verkfærin,“ segir Þóra en hún segist ekki enn búin að velja sér námskeið. „Ég hef bara ekki mátt vera að því.“ 

Sjá frétt mbl.is: Gísli Marteinn á leið í Harvard

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert