Hefur rætt við Sigmund Davíð um framboð

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðni Ágústs­son og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra hafa rætt sam­an um hugs­an­legt fram­boð Guðna til borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur. Guðni seg­ist muni svara fljót­lega þeim sem hvatt hafa hann í fram­boð.

„Ég var hætt­ur í stjórn­mál­um. Að und­an­förnu hef ég hins veg­ar rætt við fjölda fólks sem hef­ur beðið mig um að líta yfir sviðið í borg­ar­mál­um. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra hef­ur rætt við mig um stöðuna og eins for­ystu­menn flokks­ins í Reykja­vík og fólkið á göt­unni. Flokk­ur­inn á mik­il tæki­færi í Reykja­vík, en ár­ang­ur ræðst auðvitað af mál­efn­um og hvaða fólk fæst í fram­boð,“ seg­ir Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og áður ráðherra. 

Rætt er við Guðna í Morg­un­blaðinu sem kem­ur út í fyrra­málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka