Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Flugvél Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvél Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli. ´mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætluðum ferðum Flugfélags Íslands á Ísafjörð og Akureyri í dag hefur verið aflýst vegna veðurs.

Flogið var í morgun austur á Egilsstaði en tvísýnt var um hvort unnt væri að fljúga tvær ferðir vestur og norður eins og til stóð. Á hádegi var tekin ákvörðun um að aflýsa ferðunum vegna veðurs, en stormur er á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og hálendinu.

Sjá einnig: Tvísýnt um ferðalög vestur í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert