„Ekki“-fólkið í skránni

Árni Páll Árnason er nemi, ekki stjórnmálamaður.
Árni Páll Árnason er nemi, ekki stjórnmálamaður. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Árni Páll Árna­son nemi er einn átta Íslend­inga sem eru skráði í síma­skrá með „ekki“ fyr­ir aft­an nafn sitt.

Árni Páll Árna­son „ekki stjórn­mála­maður­inn“ eins og hann heit­ir á ja.is seg­ist hafa sett þenn­an titil við nafn sitt í síma­skránni í kring­um kosn­ing­arn­ar síðasta vor.

„Ég vaknaði einn morg­un­inn og sá að ég ætti að vera mætt­ur í ein­hver fimm út­varps­viðtöl. Þá ákvað ég að taka upp sím­ann, hringja í já.is og setja „ekki stjórn­mála­maður“ fyr­ir aft­an nafnið mitt,“ seg­ir Árni Páll, sem seg­ist nú vera al­veg laus við áreitið frá fjöl­miðlafólki og kjós­end­um sem vildu ná tali af stjórn­mála­mann­in­um.

Alls eru átta ein­stak­ling­ar skráðir sem „ekki-fólk“ í síma­skránni. Þeirra á meðal eru Ell­en Kristjáns­dótt­ir ekki söng­kon­an, Vil­hjálm­ur Bjarna­son ekki fjár­fest­ir, Hjalti Rögn­valds­son ekki leik­ari og flug­um­ferðar­stjór­inn Jón Karl Ein­ars­son, sem er ekki kór­stjór­inn sem ber sama nafn.

Ekki fylgir sögunni hvort Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hafi …
Ekki fylg­ir sög­unni hvort Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafi mætt í út­varps­viðtöl­in sem nafni hans fékk áminn­ingu um. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður á alnöfnu.
Ell­en Kristjáns­dótt­ir tón­list­armaður á al­nöfnu. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir missir stundum af símtölum sem fara til …
Vil­hjálm­ur Bjarna­son fjár­fest­ir miss­ir stund­um af sím­töl­um sem fara til Vil­hjálms Bjarna­son­ar ekki fjár­fest­is. mbl.is/​Rósa Braga
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert