Skorast ekki undan ábyrgð

Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og verkfræðingur.
Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og verkfræðingur.

Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ekki hafi verið rætt við hana um að þiggja oddvitasæti listans. Í samtali við mbl.is segist hún jafnframt ekki ætla að skorast undan ábyrgð.

Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag hafa þeir Guðni Ágústsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra rætt saman um hugsanlegt framboð Guðna til borgarstjórnar Reykjavíkur. Guðni segist muni svara fljótlega þeim sem hvatt hafa hann í framboð.

„Ég var hættur í stjórnmálum. Að undanförnu hef ég hins vegar rætt við fjölda fólks sem hefur beðið mig um að líta yfir sviðið í borgarmálum,“ sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið.

Eins og kunnugt er ákvað fyrrum oddviti listans, Óskar Bergsson, að draga sig í hlé fyrir skemmstu.

„Ætli stóri munurinn á okkur sé ekki sá að hann er búinn að búa sér til ákveðna sögu í stjórnmálum, en ekki ég,“ segir Guðrún Bryndís og á þar við Guðna Ágústsson. Hún hafi þekkingu á skipulagsmálum sem gæti nýst vel í borgarmálunum.

„Ég er að bjóða upp á þennan valkost. Það var hugmyndin með því að gefa kost á mér, að koma með þekkingu á skipulagsmálum inn í borgarkerfið,“ segir hún. Endurnýjunar sé þörf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert