Trúnni sópað undir teppi

Séra Karl Sigurbjörnsson.
Séra Karl Sigurbjörnsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er einfaldlega þannig að þegar fræðslu um trúarbrögð, trúariðkun og þátt trúarbragðanna í lífi og menningu er sópað undir teppi þá tekur fáfræðin við og fordómarnir fylgja í kjölfarið.“

Þetta segir Karl Sigurbjörnsson biskup meðal annars í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

„Ekki verður annað séð en að það sé að koma á daginn að þegar leitast er við að þvinga hið trúarlega undir yfirborðið og þagga niður, eins og mjög er tíðkað á Vesturlöndum, líka hér á Íslandi, þá fer ýmiss konar ofstæki að bæra á sér á ólíklegustu stöðum undir lítt geðþekkum formerkjum,“ segir Karl ennfremur.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka