„Lífið er sterkara en dauðinn“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í Dómkirkjunni í morgun.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í Dómkirkjunni í morgun. Ljósmynd/Árni Svanur Daníelsson

„Það fylg­ir því ábyrgð að vera krist­in mann­eskja. Sú ábyrgð að feta í spor Jesú. Að fara eft­ir orðum hans. Að koma fram við ná­ung­ann á sama hátt og hann. Að taka upp hansk­ann fyr­ir þau sem ekki geta borið hönd fyr­ir höfuð sér. Það er ekki alltaf auðvelt. Það hafa all­ar kyn­slóðir krist­inna manna reynt.“

Þetta sagði Agnes M. Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands, meðal ann­ars í páskapré­dik­un sem hún flutti í Dóm­kirkj­unni í morg­un. Bisk­up sagði að þannig væri lífs­bar­átt­an. Hún væri oft­ast innri bar­átta en einnig ytri bar­átta þar sem rétt­lætið virt­ist ekki til staðar, kær­leik­ur­inn fyr­ir borð bor­inn eða fyr­ir­gefn­ing­in ekki tek­in gild. Eng­in mann­eskja gengi í gegn­um lífið án þess að velta fyr­ir sér til­gangi eig­in lífs eða rök­um til­ver­unn­ar. Jesús hafi einnig fengið að reyna órétt­læti heims­ins og rang­ar sak­argift­ir þegar hann hafi verið kross­fest­ur og líf­lát­inn.

„Þá héldu marg­ir að end­an­lega væri búið að þagga niður í hon­um sem hafði hrist ræki­lega upp í sam­fé­lagi sínu og borið á borð nýj­ar hugs­an­ir. En annað kom á dag­inn. Allt rætt­ist það sem hann hafði sagt um ör­lög sín, enda hafði það verið skrifað í hans helgu bók. Hann reis upp á þriðja degi og sigraði þar með dauðann. Þessi ógn, dauðinn sem hang­ir yfir okk­ur frá vöggu til graf­ar hafði ekki síðasta orðið,“ sagði hún enn­frem­ur.

Vísaði hún í orð Helga Hálf­dán­ar­son­ar sem hafi orð á þá leið að dauðinn hafi dáið en lífið lifað. Þess yrði fólk vart í per­sónu­legu lífi sínu og ekki síst þegar nátt­úr­an vaknaði til lífs­ins að vori hverju eft­ir kald­an vet­ur­inn. „Upp úr mold­inni pot­ast blóm­in lit­skrúðug. Und­ir brúnni mold­inni sem virðist líf­laus all­an vet­ur­inn og und­an snjósköfl­un­um birt­ist gróður­inn sem minn­ir okk­ur líka á að lífið er sterk­ara en dauðinn.“

Páska­boðskap­ur­inn veitti von og kraft til áfram­hald­andi göngu á lífs­ins vegi. Það ætti jafnt við ein­stak­linga og sem sam­fé­lagið í heild. „Við get­um hvert og eitt haft á áhrif á sam­fé­lagið. Við höf­um leyfi til að láta í okk­ur heyra ef okk­ur finnst eitt­hvað mega bet­ur fara og það hafa marg­ir gert síðast liðnar vik­ur. Vandi þeirra sem taka ákv­arðanir fyr­ir fjöld­ann er mik­ill og orð þeirra og gjörðir valda oft von­brigðum.“

Von­brigðin hafi líka verið mik­il hjá fylgj­end­um Jesú þegar lýðnum tókst að fá hann dæmd­an til kross­fest­ing­ar. „Gleðin var því þeim mun meiri þegar dauðans vald hafði ekki síðasta orðið. Von­in sem kveikt hafði verið í brjósti fylgj­enda hans blés þeim bjart­sýni í brjóst og gaf þeim kraft til að vinna heim­in­um gagn og út­breiða þá hugs­un að vald kær­leik­ans mætti nota til að bæta heim­inn.“

Páska­pre­dik­un­in í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka