Hópur sem kallar sig Reykjavík Homegrown hittist á Austurvelli í dag til þess að fagna alþjóðlegum degi kannabiss og mótmæla refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum. Sjá mátti meðlimi hópsins reykja kannabis á staðnum. Lögreglan fylgdist með hópnum en hafði ekki afskipti af honum.
Svipuð mótmæli voru haldin á Austurvelli árið 2012. Líkt og nú sá lögreglan þá ekki ástæðu til þess að hafa afskipti af hópnum. „Við fylgdumst með úr fjarlægð og ekki þótti ástæða til að bregðast við,“ sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu við það tilefni.
Hér má sjá kynningarmyndband fyrir viðburðinn
Sjá frétt: Reyktu að vild á Austurvelli