Örnefnanefnd samþykkti á seinasta ári breytingu á heiti sveitarfélagsins á Seltjarnarnesi úr Seltjarnarneskaupstaður í Seltjarnarnesbær. Í frétt í nýjasta tölublaði Bændablaðsins segir að rík málvenja sé fyrir því að sveitarfélagið sé nefnt Seltjarnarnesbær og falli nafnið vel að íslensku máli.
Þá kemur fram í fréttinni að örnefnanefnd hafi afgreitt á síðasta ári formlegar tilkynningar um 22 ný nöfn. Eftir umfjöllun í nefndinni hafi sautján ný nöfn verið samþykkt og send þinglýsingarstjórum.
Fjórum nöfnum var hins vegar hafnað af öryggisástæðum.