Dramatísk ferð endaði skyndilega

Hópurinn við ofurjeppann sem kom þeim til bjargar.
Hópurinn við ofurjeppann sem kom þeim til bjargar. Skjáskot af Cambridge News

Til­raun fatlaðs, bresks, íþrótta­manns til að fara þvert yfir Vatna­jök­ul, stærsta jök­ul Evr­ópu, endaði með því að björg­un­ar­sveit­ir urðu að koma hon­um ofan af jökli um miðja nótt. „Herra Vatna­jök­ull, við eig­um eft­ir að klára þetta,“ skrif­ar Sean Rose á Face­book. At­vikið átti sér stað fyr­ir rúmri viku. Mbl.is sagði frá björg­un mann­anna ofan af jökl­in­um en fjór­ar björg­un­ar­sveit­ir af Aust­ur­landi tóku þátt í aðgerðinni.

Sean Rose ætlaði fyrst­ur fatlaðra manna að ná því að fara þvert yfir stærsta jök­ul Evr­ópu. Hann er frá St Neots, bæ í Cambridge­skíri á Englandi. Í hópn­um voru fjór­ir, auk Rose þeir Mike Dann, Kieron Jansch, og Max Smith.

Rose lamaðist í skíðaslysi og fór um Vatna­jök­ul á sér­hönnuðum sleða. Ferðin hafði gengið mjög vel í þrjá daga en eft­ir um 50 kíló­metra leið veikt­ist Rose skyndi­lega. Það var á fimmtu­dag­inn fyr­ir rúmri viku, seg­ir í frétt Cambridge News þar sem fjallað er ít­ar­lega um leiðang­ur­inn og björg­un­ina.

Fékk yfir 40 stiga hita

Á fimmtu­dag var tekið að hvessa hressi­lega á jökl­in­um og skyggni var orðið mjög lítið. Hóp­ur­inn sló því upp tjald­búðum. 

Á föstu­dag hafði Rose hrakað mjög mikið. 

Jansch, sem kvik­myndaði leiðang­ur­inn, seg­ir að hann hafi aug­ljós­lega verið mjög veik­ur. Hann var kom­inn með yfir 40 stiga hita og blóðþrýst­ing­ur hans hafði hækkað um­tals­vert. „Mike hringdi strax í 112 til að biðja um neyðar­björg­un þegar í stað.“

En vegna veðurs reynd­ist ómögu­legt að koma þyrlu á vett­vang. Önnur til­raun til björg­un­ar mistókst einnig er björg­un­ar­sveit­ar­menn reyndu að kom­ast á svæðið á snjósleðum. Þá fest­ust tveir jepp­ar björg­un­ar­sveita í ný­fölln­um snjón­um á jökl­in­um. 

„Þegar við feng­um frétt­ir af mis­heppnuðum björg­un­ar­tilraun­um þá urðum við dapr­ir og höfðum áhyggj­ur af því að Sean yrði að eyða ann­arri nótt í tjald­inu án lyfja og með hækk­andi hita,“ seg­ir Jansch við Cambrig­de News.

En kl. 22 á föstu­dags­kvöldið fengu þeir góðar frétt­ir. Tveir „of­ur­jepp­ar“ frá björg­un­ar­sveit­um á Aust­ur­landi voru í aðeins sex kíló­metra fjar­lægð.

„Það sem fylgdi í kjöl­farið var ein rúss­íbanareið, þegar of­ur­jepp­arn­ir komu í gegn­um snjó­inn á jökl­in­um.“

Snemma á laug­ar­dags­morg­unn var Rose kom­inn á sjúkra­húsið á Nes­kaupsstað, tveim­ur sól­ar­hring­um eft­ir að hann veikt­ist.

Hann fékk sýkla­lyf og var fljót­ur að jafna sig. Hins veg­ar var hann mjög von­svik­inn að hafa ekki lokið við leiðang­ur­inn. 

Frá sjúkra­rúm­inu á Nes­kaupsstað skrifaði hann á Face­book: „Ég var stolt­ur að vera hluti af þessu liði, en svona gerðust hlut­irn­ir. Við sáum um hver ann­an og þeir hugsuðu vel um mig þegar ég þarfnaðist þess mest. Við náðum mörg­um mark­miðum á svo marg­an hátt en okk­ur mistókst að ná áfangastað. Mér líður ekki vel með það svo herra Vatna­jök­ull, við eig­um eft­ir að klára það sem við byrjuðum á.“

Rose og Jansch eru nú komn­ir aft­ur til Bret­lands. „Við vit­um að við ráðum við þessa þrekraun og meira til, og við erum ákveðnir í að koma aft­ur og ljúka því sem við byrjuðum á,“ seg­ir Jansch við Cambrig­de News.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert