Ísland er mögnuð upplifun

Stewart heillaðist af Íslandi í heimsókn sinni.
Stewart heillaðist af Íslandi í heimsókn sinni. Ljósmynd/Drew Stewart

Drew Stewart er 18 ára gamall nemi sem einnig starfar við að mynda tónleika á Wembley-leikvanginum. Í febrúar heimsótti hann Ísland ásamt bekkjafélögum sínum. Hann skrifar: „Að heimsækja Ísland er án nokkurs vafa eitt af því magnaðasta sem ég hef upplifað. Mér tókst að merkja við nokkra hluti á listanum (e. bucket list), til dæmis að snerta jökul og synda í náttúrulegri laug.“

Hann segist aðeins hafa getað skoðað lítinn hluta landsins í heimsókn sinni en að upplifunin hafi verið stórkostleg.

Sjá nánar grein Stewarts hér ásamt fjölda mynda sem hann tók á ferðalagi sínu.

Stewart kunni vel að meta Ísland um hávetur.
Stewart kunni vel að meta Ísland um hávetur. Ljósmynd/Drew Stewart
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert