Það ætti að vera augljós hvati fyrir erlenda kröfuhafa föllnu bankanna að gefa eftir krónueignir að andvirði 200 milljarða á um 55% afslætti í skiptum fyrir gjaldeyri sem félli að öðrum kosti innlendum kröfuhöfum í skaut.
Þær gjaldeyriseignir, 92 milljarðar, yrðu þá seldar fyrir 354 krónur gagnvart evru, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Þannig væri hægt að ljúka uppgjöri búanna án þess að útgreiðsla á krónueignum hefði neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Þetta kemur fram í kynningu greinanda Arion banka á kröfuhafafundi Kaupþings.