Allt að 14 stiga hiti á fyrsta sumardegi

mbl.is/Styrmir Kári

Í dag, sumardaginn fyrsta, verður allt að fjórtán stiga hiti að deginum til samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Spáð er austan- og suðaustanátt, víða 5-13 m/s, og verður dálítil væta af og til um sunnanvert landið. Þó yfirleitt þurrt og bjart norðantil.

Í kvöld verður hæg breytileg átt og rigning með köflum norðaustantil en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti verður á bilinu sjö til fjórtán stig að deginum.

Á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar spáð austan og síðar suðaustan vindi 5-10 m/s. Skýjað verðu að mestu og lítilsháttar væta af og til. Í nótt verður hæg breytileg átt og mun þá létta til. Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig.

Nánari upplýsingar má finna á veðurvef mbl.is.

Svona er spáin næstu daga:

Á föstudag:

Hæg vestlæg eða breytileg átt og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast á SA-landi. 

Á laugardag:

Norðlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað og þurrt að kalla á NV- og N-landi, skýjað með köflum A-til en bjartviðri um landi SV-vert. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast syðst. 

Á sunnudag:

Norðaustan 5-13 m/s og lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart S- og V-til. Kólnandi veður. 

Á mánudag:

Norðan- og norðaustan 8-13 m/s. Dálítil él um landið A-vert og einnig syðst, en léttskýjað SV-lands. Hiti 0 til 5 stig að deginum syðra, annars frost 0 til 5 stig. 

Á þriðjudag:

Útlit fyrir austanátt og skýjað með köflum stöku él. Kalt í veðri. 

Á miðvikudag:

Lítur út fyrir vaxandi suðaustanátt með hlýnandi veðri og rigningu SV-til en hægari austlægri átt og bjartviðri annars staðar.

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert