Forsætisráðherra fundar með frjálslyndum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins mun taka þátt í alþjóðaþingi frjálslyndra flokka, Liberal International, í Rotterdam í Hollandi dagana 24.-27. apríl.

Í fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum segir að Sigmundur Davíð muni meðal annars taka þátt í umræðum um fríverslun, samsteypustjórnir og erindi frjálslyndra gilda við fólk á 21. öld.

Þá mun Sigmundur Davíð eiga ýmsa fundi með leiðtogum annarra frjálslyndra flokka, en yfir 100 stjórnmálaflokkar eiga aðild að alþjóðasamtökunum.  

Liberal International samtökin voru stofnuð árið 1947 sem samráðsvettvangur frjálslyndra stjórnmálaflokka um allan heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert