Höftin ekki brot á EES-samningnum

Catherine Ashton, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins.
Catherine Ashton, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins tel­ur enga ástæðu til þess að hrófla við samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) þrátt fyr­ir gjald­eyr­is­höft­in sem við lýði eru hér á landi. Þetta kem­ur fram í svari Cat­her­ine Asht­on, ut­an­rík­is­mála­stjóra sam­bands­ins, til danska Evr­ópuþing­manns­ins Mortens Løkk­ega­ard.

Enn­frem­ur kem­ur fram að gjald­eyr­is­höft­in séu í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn enda sé unnið að því að af­nema þau. Þrátt fyr­ir að frjálst flæði fjár­magns sé grund­vallar­frelsi á innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins sé heim­ilt að koma á höft­um á milli sam­bands­ins og EFTA/​EES-ríkj­anna í sam­ræmi við 43. grein samn­ings­ins. Bent er á að EFTA-dóm­stóll­inn hafi úr­sk­urðað í á veru í des­em­ber 2011. Ísland hafi að enn­frem­ur haft fullt sam­ráð um fram­kvæmd haft­anna við EFTA og sam­eig­in­legu EES-nefnd­ina í sam­ræmi við 43., 44. og 45. grein EES-samn­ings­ins.

Fyr­ir vikið hafi fram­kvæmda­stjórn­in ekki gert nein­ar at­huga­semd­ir við gjald­eyr­is­höft­in á Íslandi. Fram kem­ur að af­nám haft­anna sé flók­in fram­kvæmd eins og fram komi í áætl­un ís­lenskra stjórn­valda um af­nám þeirra frá í mars 2011. Ekki liggi fyr­ir hvenær eða hvort mögu­legt verði að af­nema gjald­eyr­is­höft­in. Íslensk­um stjórn­völd­um hafi verið boðið að veita fram­kvæmda­stjórn­inni reglu­leg­ar upp­lýs­ing­ar um þann ár­ang­ur sem náðst hafi svo leggja megi betra mat á þörf­ina fyr­ir frek­ari höft. Loka tak­markið sé eft­ir sem áður að gjald­eyr­is­höft­in verði smám sam­an af­num­in.

Fram kem­ur í lok svars­ins að „þar sem gjald­eyr­is­höft­un­um á Íslandi var komið á í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn og í ljósi yf­ir­stand­andi vinnu við að aflétta þeim eru eng­ar for­send­ur fyr­ir því að end­ur­semja um samn­ing­inn.“

Fyr­ir­spurn Mortens Løkk­ega­ard

Svar Cat­her­ine Asht­on

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert