Sumri fagnað með húfu á höfði

Nú er sumar og gumar á öllum aldri glöddust af …
Nú er sumar og gumar á öllum aldri glöddust af því tilefni í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hátíðahöld voru í flestum hverfum Reykjavíkur í dag í tilefni af fyrsta degi sumars og var veðrið blíðara en oft áður við sama tilefni, þótt flest börn hafi haft húfu á höfði. Ljósmyndari mbl.is fór á stjá og heimsótti m.a. Árbæinn, Frostaskjól og Klambratún þar sem sumri var fagnað.

Skrúðgöngur voru farnar í flestum hverfum og víða blásið til grillveislu og annarra hátíðahalda fyrir fjölskyldur.

Svolítill vindur blés um kinnarnar en ágætlega hlýtt var í veðri og öðru hvoru brosti sólin milli skýja með fyrirheitum um það sem koma skal - vonandi - í sumar.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands eru horfur á minnkandi vindi í kvöld, hægri breytilegri átt á morgun og 5-14 stiga hita. Hlýjast verður á Austurlandi. Um helgina kólnar, sérstaklega norðanlands og gæti hitinn þar farið örlítið niður fyrir frostmark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert