Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs samþykkti í gær skipulags- og matslýsingar fyrir hverfisskipulag í átta af tíu hverfum Reykjavíkurborgar.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir lýsingarnar fyrsta skrefið af mörgum í átt að endanlegu skipulagi en stóru tíðindin séu þau að verið sé að horfa heildstætt á hverfin, styrkleika þeirra, það sem má bæta og gera tillögur þar að lútandi.
Oddviti sjálfstæðismanna, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir hins vegar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að mörgum spurningum um rétt borgarbúa sé ósvarað.