Ráðist á rótgróið hverfi Vesturbæjar

Lagt er til að byggt verði þar sem bílastæði og …
Lagt er til að byggt verði þar sem bílastæði og bílskúrar eru fyrir. mbl.is/Rósa Braga

Ný skipulags- og matslýsing fyrir Vesturbæ Reykjavíkur vekur hörð viðbrögð en reiknað er með mikilli þéttingu byggðar.

„Horft er til almannahagsmuna sem eru einfaldlega ekki fyrir hendi. Með þessu er ráðist á rótgróið hverfi og líklegast þarf að borga þeim bætur sem missa við þetta bílskýli sín, það kemur úr okkar vasa. Á sama tíma tvöfaldast bílastæðaleysið því verið er að byggja hús á bílastæðum.

Það skín í gegnum skipulagstillögurnar allar að vilji er til að fækka bílum í Reykjavík en almenningur vill hins vegar ekki missa bílana sína. Fólk þarf að sjá almennilega þessar tillögur áður en þetta er keyrt í gegn,“ segir Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur og einn íbúa hverfisins, í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert