Sjúkraliðar boða verkfall

Sjúkraliðar að störfum.
Sjúkraliðar að störfum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR sem vinna hjá SFV, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, hafa boðað verkfall. Um er að ræða þrjú tímabundin verkföll, 12. og 15. maí frá kl. 08.00 - 16.00, 19. maí kl. 00.00 - 24.00 og loks allsherjarverkfall frá kl. 08.00 22. maí.

Þetta kemur fram á vefsvæði Ríkissáttasemjara. Fyrr í mánuðinum ræddi mbl.is við Kristínu Á. Guðmundsdóttur, formann Sjúkraliðafélags Íslands, og sagði hún þá verkfallið ná til um þrjú hundruð sjúkraliða, þeirra sem starfa á hjúkrunarheimilum og á sjálfseignarstofnunum; Hrafnistu, Grund, Skógarbæ, og fleiri stofnunum.

Frétt mbl.is: Hluti sjúkraliða undirbýr verkfall

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert