Milljarður fyrir hvern dag

Verkfall flugvallastarfsmanna gæti orðið þjóðfélaginu dýrt.
Verkfall flugvallastarfsmanna gæti orðið þjóðfélaginu dýrt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins áætla að gjald­eyr­istap þjóðarbús­ins vegna boðaðs verk­falls flug­vall­a­starfs­manna Isa­via muni nema millj­arði króna fyr­ir hvern dag sem flug ligg­ur niðri.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í minn­is­blaði sem sam­tök­in tóku sam­an fyr­ir Isa­via um stöðu viðræðna í kjara­deil­um Isa­via og flug­vall­a­starfs­manna, en í þeim mæt­ast stál­in stinn.

Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir ljóst að tekjutap þjóðarbús­ins verði eitt­hvað um­fram áætlan­ir sam­tak­anna en erfitt sé að leggja mat á heild­ar­kostnaðinn. „Það er ljóst að þetta hef­ur tölu­verð áhrif á út­flutn­ing, t.d. fersk­fiskút­flutn­ing,“ seg­ir hann. „Það er um­tals­vert magn af fersk­um fiski sem fer út á hverj­um degi, þannig að það er í öllu falli al­veg ljóst að það verður veru­legt tjón ef svo fer að flug­um­ferð til og frá land­inu fell­ur al­veg niður,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert