Enginn var með allar tölur réttar í lottói kvöldsins og því ljóst að lottópotturinn næsta laugardag verður sjöfaldur. Fyrsti vinningur að þessu sinni voru tæpar 60 milljónir króna og voru tölurnar 1, 3, 16, 33 og 35. Bónustalan var 27.
Tveir voru með bónusvinninginn og fær hvor þeirra 337.900 krónur í sinn hlut. Þrír voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning.