„Við erum agndofa yfir þessu“

Hluti bílastæða og bílskúrar við fjölbýlishúsin við Hjarðarhaga munu víkja …
Hluti bílastæða og bílskúrar við fjölbýlishúsin við Hjarðarhaga munu víkja fyrir nýbyggingum samkvæmt hugmyndum borgaryfirvalda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum agndofa yfir þessu,“ segir Örlygur Hálfdánarson, fyrrverandi bókaútgefandi, um hugmyndir borgaryfirvalda um þéttingu byggðar í Vesturbænum með íbúðarhúsum þar sem nú eru bílastæði og bílskúrar.

Örlygur býr í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga, en í nýsamþykktri skipulags- og matslýsingu fyrir hverfið er sú hugmynd kynnt að bílskúrar íbúanna víki fyrir nýbyggingum.

„Við höfum aldrei heyrt af þessu áður. Þetta hefur ekki verið kynnt íbúum. Það voru allir að ræða um þetta í Vesturbæjarlauginni í morgun og fólk var bara agndofa,“ segir Örlygur í fréttskýring um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Reykjavík í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert