Fjölmenni sótti herrakvöld KR á föstudag. Eldheitir KR-ingar mættu á staðinn og í stemningu stundarinnar létu þeir ímyndunaraflið bera sig til sætra sigra. Raunar ætla KR-ingar sér ekkert minna en sigur á Íslandsmótinu í knattspyrnu sem hefst strax eftir mánaðamótin.
Herrakvöld íþróttafélaganna eru á misjöfnum tíma yfir veturinn. Hjá KR hefur hins vegar myndast sú hefð að skemmtun þessi sé skömmu áður en blásið er til nýrrar sparktíðar. Þannig eru raðir stuðningsmanna þéttar og svo haldið fylktu liði á völlinn.
Hjá Frostaskjólsfélaginu voru heitustu nöfnin í gleðiiðnaðinum ræst út, með Loga Bermann Eiðssyni sem veislustjóra og ræðumaður kvöldsins var Guðni Ágústsson. Gerði hann meðal annars að umtalsefni að meðan hugsanlegt framboð hans til borgarstjórnar í Reykjavík fyrir Framsóknarflokkinn var í deiglunni hefði hann ekki komið til greina sem ræðumaður hjá KR-ingum. Að teknu tilliti til alls valið ekki verið erfitt og í léttum dúr sagt, hefði hann hætt við framboðið af þessum sökum. Valið KR fram yfir Framsókn.