Það er orðið mjög sjalgæft að færeysk skip komi til hafnar í Ólafsvík, en það gerðist þó seinni partinn í dag þegar færeyski beitningavélarbáturinn Sandhavið frá Sandi kom til hafnar vegna bilunar í glussakerfi bátsins.
Var báturinn að veiðum út af Vestfjörðum þegar glussakerfið bilaði. Að sögn skipverja hafa þeir aflað vel að undanförnu og voru komnir með þrjátíu tonn en báturinn hefur landað afla sínum hjá Frostfiski í Þorlákshöfn.
Rafvirkjar frá Ólafsvík fóru um borð til þess að kanna bilunina.