71,2% Reykvíkinga vilja völlinn áfram í Vatnsmýri

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is

80,7% lands­manna og 71,2% Reyk­vík­inga vilja flug­völl­inn áfram í Vatns­mýr­inni, sam­kvæmt skoðana­könn­un sem MMR vann fyr­ir Hjartað í Vatns­mýr­inni 14.-17. apríl sl. Alls tóku 1.060 manns þátt í könn­un­inni. Af þeim tóku 938 af­stöðu, þar af 333 Reyk­vík­ing­ar.

All­ir stuðnings­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík sögðust vilja flug­völl­inn áfram í Vatns­mýr­inni, 87,7% stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins, 71,6% stuðnings­manna Vinstri-grænna og 49,5% stuðnings­manna Pírata.

At­hygli vek­ur að 57,5% kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­inni sögðust vilja völl­inn áfram í Vatns­mýri í könn­un­inni nú, en þeir voru 44,9% í könn­un MMR síðastliðið haust, og aðeins 44,5% kjós­enda Bjartr­ar framtíðar sögðu já nú en 62,6% í haust.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka