Íbúar í mál vegna sprengitjóns

Myndin var tekin í febrúar s.l. meðan sprengivinnan stóð sem …
Myndin var tekin í febrúar s.l. meðan sprengivinnan stóð sem hæst. Nágrannar kvörtuðu vegna skjálfta og ónæðis sem þeir urðu fyrir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eigendur og íbúar fjögurra fasteigna við Grandaveg og Lágholtsveg, á svonefndum Lýsisreit í vesturbæ Reykjavíkur, undirbúa nú málsókn á hendur verktakafyrirtæki og tryggingafélagi þess vegna skemmda sem þeir telja sprengingar á Lýsisreitnum hafa valdið á húsum sínum.

„Verktaki sem hefur verið að sprengja þarna hefur valdið tjóni á húsum skjólstæðinga minna,“ sagði Tómas Hrafn Sveinsson, hæstaréttarlögmaður hjá Bonafide lögmönnum. „Sprengiverktakinn og vátryggingafélag hans, VÍS, hafa ekki viðurkennt skaðabótaskyldu sína.“

Tómas sagði lögin skýr um að valdi einhver öðrum tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti þá beri honum að bæta það. Hann sagði þá skyldu hvíla á eiganda fasteignar að þegar hann ynni að framkvæmdum á fasteign sinni mætti hann ekki valda tjóni á nærliggjandi fasteignum. Þetta væri meginregla í nábýlisrétti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert