Með aðgerðaráætlun vegna verkfalls

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við erum með ákveðna áætlun í tengslum við svona boðaðar aðgerðir. Við auðvitað reynum að fylgjast vel með því sem er að gerast og leggja mat á það hvernig þetta fer,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair vegna boðaðra verkfallsaðgerða félags flugvallarstarfsmanna ríkisins á miðvikudaginn. 

Guðjón segir að þegar ákvarðanir verði teknar um seinkanir eða breytingar verði sendar út tilkynningar til farþega með tölvupóstum og SMS-skilaboðum. 

Við eigum þessa viðbragðsáætlun til því það kemur auðvitað fyrir að breyta þurfi flugtáætlunum hjá okkur. Þessi áætlun yrði sett af stað ef kæmi til verkfalls,“ segir Guðjón og bætir við: „Það eru auðvitað öll verkföll slæm en það er afar sérstakt að standa frammi fyrir því að landinu yrði lokað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert