1500 glaðir hundar í Hörpu

Það er erfitt að lýsa stemningunni í orðum þegar 1500 kátir krakkar af miðstigi í grunnskóla koma saman í Hörpu og syngja með Frikka Dór og dr. Gunna eins og gerðist í dag þegar Barnamenningarhátíð var sett.

mbl.is fékk þau Dag Lauzon Þorfinnsson, Ölmu Björgu Þorsteinsdóttur og Karitas Ólafsdóttur sem eru í fjölmiðlahóp félagsmiðstöðvanna til að taka púlsinn í Hörpu í dag þar sem er óhætt að segja að hafi verið glatt á hjalla. Krakkarnir í hópnum munu fjalla um hátíðina á næstu dögum en henni lýkur á sunnudag. 

Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert