Byrjaðir að taka niður nammibarina

Minnkandi sala er í lausa namminu.
Minnkandi sala er í lausa namminu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forsvarsmenn matvörukeðjunnar Bónuss íhuga nú að taka niður alla sælgætisbarina sem finna má í verslunum fyrirtækisins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir vangavelturnar tengjast reglum heilbrigðiseftirlitsins um aðbúnað og umgengni við nammibarina, svo og minnkandi sölu.

Bónus rekur 29 verslanir; 19 á höfuðborgarsvæðinu og 10 víðsvegar um landið. Guðmundur segir að búið sé að taka barina niður í einhverjum verslunum en ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að taka þá niður alls staðar. „Vöruúrvalið er síbreytilegt og við erum bara að skoða og bregðast við þörfum hverju sinni,“ segir hann.

„[Heilbrigðiseftirlitið] fer fram á að það séu settir upp sérstakir vaskar fyrir þetta, til að þrífa áhöld og fleira. Og á sama tíma og það er minnkandi sala í þessu, þá finnst manni þetta vera þannig að það svari ekki kostnaði að fara í þær breytingar sem þarf,“ segir Guðmundur, sem telur eftirlitið strangt. „Þeir eru svolítið stífir á þessu, sem er allt í lagi, en þá spyr maður sig hvort það borgi sig ekki bara að vera með sælgætið pakkað,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert