Íslensk eldfjöll talin ein stærsta ógnin

Eldgos í Eyjafjallajökli setti flugumferð víða um heim úr skorðum.
Eldgos í Eyjafjallajökli setti flugumferð víða um heim úr skorðum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Meiriháttar eldgos á Íslandi á borð við Skaftárelda er ein af þremur helstu tegundum náttúruhamfara sem Bretlandi stafar ógn af.

Þetta er niðurstaða vísindamanna við bresku veðurstofuna, jarðfræðistofnunina og nokkra háskóla í skýrslu sem þeir hafa unnið fyrir bresk stjórnvöld, en fjallað er um skýrsluna í Morgunblaðinu í dag.

Gosið í Lakagígum sem hófst árið 1783 og olli móðuharðindunum er nefnt sem dæmi um slíkt eldgos. Hörmungarnar kostuðu um 10.000 Íslendinga lífið en gosið olli einnig mannfalli í Evrópu og veðurfarsbreytingum sem vörðu í nokkur ár.

Í bresku skýrslunni er varað við því að í viðlíka gosi gæti aska og eiturgufur borist til Bretlands og annarra landa í norðanverðri Evrópu. Það gæti valdið veðuröfgum í mörg ár. Almannavarnaráð Bretlands vinnur nú að því að meta hættuna á slíkum gosum og mögulegum afleiðingum þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert