Tilraun til langtímasamnings í uppnámi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert

Aðild­ar­sam­tök Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ) hljóta að fara inn í viðræður um næsta kjara­samn­ing á þeim grund­velli að krefjast rétt­mætra leiðrétt­inga á kjör­um sinna fé­lags­manna til jafns við aðra. Ljóst er að til­raun til þess að gera stöðug­leika­samn­ing til lengri tíma er í upp­námi.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef ASÍ.

Þar seg­ir að á fundi samn­inga­nefnd­ar ASÍ með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins í dag hafi ASÍ sett fram kröfu um breytt­ar áhersl­ur í kom­andi kjaraviðræðunum. 

„Frá því að rík­is­stjórn­in gaf út yf­ir­lýs­ingu í nóv­em­ber 2013 um að haga stefnu sinni og ákvörðunum út frá mark­miðum um stöðug­leika og áréttaði mik­il­vægi sam­ráðs um ýmis mál, einkum pen­inga­mál, hef­ur fátt eitt gerst annað en að stefna stjórn­valda er tal­in ýta und­ir óvissu um verðlag og gengi.

Ofan í kaupið ætl­ar rík­is­stjórn­in að taka af borðinu einu trú­verðugu leiðina í pen­inga­mál­um með því að slíta aðild­ar­viðræðum við ESB,“ seg­ir í frétt­inni.

Geta ekki við það unað

Rík­is­stjórn og sveit­ar­fé­lög hafi hins veg­ar að und­an­förnu samþykkt veru­leg frá­vik frá þeirri meg­in­línu sem lá til grund­vall­ar kjara­samn­ing­un­um sem gerðir voru í des­em­ber 2013 og fe­brú­ar 2014.

„Aðild­ar­sam­tök ASÍ geta ekki við það unað að launa­fólki sé mis­munað með þess­um hætti. Það get­ur ekki verið þannig að al­mennt launa­fólk beri eitt ábyrgð á stöðug­leika og lágri verðbólgu á meðan aðrir sæki sér meiri kaup­mátt­ar­auka með meiri launa­hækk­un­um. Það verða all­ir að axla ábyrgð,“ seg­ir í frétt ASÍ.

Eins og þrór­un verðlags undafarna mánuði sýni hafi raun­veru­leg­ur mögu­leiki verið á því að koma hér á nýju og breyttu vinnu­lagi sem lagt gæti grunn að var­an­leg­um stöðug­leika.

„Fé­lags­menn ASÍ vildu gera slíka til­raun. Því miður vantaði framtíðar­sýn stjórn­valda og sam­stöðu á vinnu­markaði svo leiðin væri fær. Þess vegna hljóta aðild­ar­sam­tök ASÍ að fara inn í viðræður um næsta kjara­samn­ing á þeim grund­velli að krefjast rétt­mætra leiðrétt­inga á kjör­um sinna fé­lags­manna til jafns við aðra,“ seg­ir í frétt­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka