Svarta hermannaflugan var flutt til landsins fyrir um ári og hefur verið í sóttkví á Keldum síðan.
Brátt verður hún flutt til Vestfjarða þar sem lirfa hennar mun gegna hlutverki úrgangseyðis og fóðurs í umhverfisvænu íslensku verkefni sem hefst í júní, að því er fram kemur í umfjöllun um fóðurskordýrabúskap á Vestfjörðum í Morgunblaðinu í dag.
Lirfurnar éta lífrænan úrgang en enda svo sjálfar á að verða fóður fyrir eldisfiska því þær eru mjög próteinríkar.