Lirfur látnar éta lífræna úrganginn

Lirfa svörtu hermannaflugunnar étur úrgang og verður svo fóður.
Lirfa svörtu hermannaflugunnar étur úrgang og verður svo fóður.

Svarta hermannaflugan var flutt til landsins fyrir um ári og hefur verið í sóttkví á Keldum síðan.

Brátt verður hún flutt til Vestfjarða þar sem lirfa hennar mun gegna hlutverki úrgangseyðis og fóðurs í umhverfisvænu íslensku verkefni sem hefst í júní, að því er fram kemur í umfjöllun um fóðurskordýrabúskap á Vestfjörðum í Morgunblaðinu í dag.

Lirfurnar éta lífrænan úrgang en enda svo sjálfar á að verða fóður fyrir eldisfiska því þær eru mjög próteinríkar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert