Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað nefnd um málefni hinsegin fólks sem falið er að vinna áætlun um samþættar aðgerðir til að bæta stöðu hinsegin fólks í landinu. Nefndin á að skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. október 2014. Þetta kemur fram í frétt á vef velferðarráðuneytisins.
Nefndin er skipuð í samræmi við ályktun Alþingis sem samþykkt var 15. janúar síðastliðinn. Formaður nefndarinnar er Aðalbjörn Jónsson. Aðrir nefndarmenn eru:
- Anna Pála Sverrisdóttir, tilnefnd af Samfylkingunni
- Bergljót Þrastardóttir, tilnefnd af Jafnréttisstofu
- Daníel Haukur Arnarsson, tilnefndur af Vinstrihreyfingunni - grænt framboð
- Davíð Þór Jónsson, tilnefndur af þingflokki Pírata
- Guðrún Ólafsdóttir, tilnefnd af Q-félagi hinsegin stúdenta
- Hafþór Eide Hafþórsson, tilnefndur af þinglokki Framsóknarmanna
- Margrét Steinarsdóttir, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir, tilnefnd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins
- Reynir Þór Eggertsson, tilnefndur af þingflokki Bjartrar framtíðar
- Svandís Anna Sigurðardóttir, tilnefnd af Samtökum '78
- Ugla Stefanía Jónsdóttir, tilnefnd af Trans Ísland.
Starfsmaður nefndarinnar er Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.