Sýna búsetu barnaníðinga á korti

Á síðunni má finna kort sem sagt er sýna búsetu …
Á síðunni má finna kort sem sagt er sýna búsetu dæmdra barnaníðinga á Íslandi. Eggert Jóhannesson

Gagnvirkt kort, sem sagt er sýna búsetu dæmdra barnaníðinga á Íslandi eftir hverfum og bæjum, hefur verið sett upp á íslenskri vefsíðu. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

mbl.is greindi í haust frá íslenskri vefsíðu þar sem birtar eru upplýsingar um menn sem sagðir eru dæmdir barnaníðingar. Á síðunni eru myndir af mönnunum, nöfn þeirra, tenglar á dóma sem þeir hafa hlotið og upplýsingar um búsetu þeirra. „Vefurinn er fyrst og fremst upplýsingaveita um forvarnir fyrir foreldra,“ segir á vefnum Stöndum saman

Í frétt RÚV kemur fram að maður, sem segist ekki tengjast aðstandendum vefsíðunnar, hafi tekið sig til og birt á netinu gangvirkt kort sem byggir á upplýsingum af vefsíðuni. Punktar á kortinu eiga að sýna hvar dæmdir barnaníðingar búa, eftir hverfum og bæjarfélögum. Með því að smella á ákveðið hverfi í Reykjavík fást til að mynda upplýsingar um hversu margir dæmdir barnaníðingar eru skráðir í hverfinu, en þó ekki heimilisföng þeirra.

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við RÚV að ef tilgangurinn sé að koma í veg fyrir að kynferðisbrot séu framin gegn börnum sé fátt sem bendi til þess að skráning af þessu tagi dragi úr kynferðisbrotum eða verji börn fyrir slíkum brotum.

Frétt mbl.is: Refsitæki eða forvarnir

Frétt mbl.is: Níðingar reiðast nafnbirtingu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert