Fulltrúar frá þýska fyrirtækinu PCC áttu fundi á Húsavík í gær með sveitarstjórnarmönnum Norðurþings.
Sem kunnugt er hefur fyrirtækið áform um að reisa kísilmálmverksmiðju á Húsavík sem myndi framleiða um 33 þúsund tonn á ári í fyrsta áfanga. Auk lóðar á Bakka undir verksmiðjuna sjálfa hefur Norðurþing úthlutað PCC lóð undir vinnubúðir fyrir allt að 400 manns.
Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir í Morgunblaðinu í dag, að góður skriður væri á undirbúningi málsins.