Fjölmenni í kröfugöngu

Kröfuganga í tilefni af baráttudegi verkalýðsins var á sínum stað í miðbæ Reykjavíkur í dag eins og fyrri ár og var gengið fylktu liði frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg. Safnast var saman á Hlemmi klukkan 13:00 og síðan haldið af stað um hálftíma síðar. Lúðrasveit verkalýðsins og lúðrasveitin Svanur spiluðu að vanda í göngunni og örræður voru fluttar á leið göngumanna niður Laugaveginn.

Hátíðardagskrá hófst á Ingólfstorgi klukkan 14:10 en þar munu fara fram ræðuhöld og tónlistaratriði. Ræðumenn að þessu sinni eru Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og Ingólfur Björgvin Jónsson, frá Eflingu stéttarfélagi. Meðal tónlistaratriða eru KK og Ellen, Kvennakórinn Vox feminae og Karlakór Reykjavíkur. 

Eftir að dagskránni á Ingólfstorgi lýkur standa stærstu stéttarfélögin í Reykjavík fyrir kaffisamsætum á eftirfarandi stöðum í borginni: Efling er með kaffisamsæti í Valsheimilinu, Félag Bókagerðarmanna Stórhöfða 31, 1. Hæð (Grafarvogsmegin), Byggiðn og Fit á Grand hóteli, VM í Gullhömrum, Rafiðnaðarsambandið í Stórhöfða 27 (Rafiðnaðarskólinn) og VR  verður með fjölskylduhátíð í anddyri Laugardalshallar.

Nánar á vefsíðu Alþýðusambands Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka