Hátíðarhöld vegna alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins 1. maí fara fram í 31 sveitarfélagi um allt land í dag samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambands Íslands. Þess utan verða stóru stéttarfélögin í Reykjavík öll með kaffisamsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi lýkur.
Dagskrá hátíðarhaldanna víða um land er birt á vefsíðu ASÍ. Safnast verður saman við Hlemm í Reykjavík klukkan 13:00 og heldur kröfuganga síðan af stað niður Laugaveg hálftíma síðar. Lúðrasveit verkalýðsins og lúðrasveitin Svanur spila í göngunni líkt og áður. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og Ingólfur Björgvin Jónsson, frá Eflingu stéttarfélagi, flytja ávörp og boðið verður upp á ýmis tónlistaratriði. Meðal tónlistaatriða verða KK og Ellen, Kvennakórinn Vox feminae og Karlakór Reykjavíkur.
Vel viðrar til hátíðarhalda í dag samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands líkt og mbl.is fjallaði um fyrr í dag.
Dagskrá hátíðarhaldanna um allt land í heild