Fleiri styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent Gallup en í síðasta mánuði. Þannig eykst stuðningur við stjórnina um 4% á milli mánaða og er nú 41%. Greint er frá könnuninni á vefsíðu Ríkisútvarpsins.
Fylgi flokka breytist lítið á milli mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkur landsins með 25%. Samfylkingin mælist með 17,4% og Björt framtíð með 15,5%. Framsóknarflokkurinn er með 14%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 11,7% og Píratar 9%.
Skoðanakönnunin var gerð dagana 27. mars til 29. apríl. Heildarúttakið var 8.124 og svöruðu 60%. Vikmörkin eru 0,9 til 1,4 prósent.